Ástþór Magnússon, fosetaframbjóðandi, er staddur á Bessastöðum þar sem nú fara fram ríkisráðsfundir.
Hann kveðst vera að mynda fyrir alþjóðlegan myndabanka. Fréttaljósmyndun hafi verið hans fyrsta starf enda hafi hann náð „frægri mynd“ af gosinu í Heimaey árið 1973 þá nýskriðinn úr skóla.
Sagðist hann einnig áhugasamur um „hvort Ólafur Ragnar muni skrifa undir þennan vafning. Ég get ekki kallað þetta annað en það þar sem tvær strengjabrúður eru settar í embætti ráðherra.“
Þá sagði Ástþór við blaðamann mbl.is á vettvangi að þetta væri að eiga sér stað á sama degi og „bankaræningjum“ væri sleppt úr fangelsi. Það myndi vekja heimsathygli.