„Dómgreind okkar var rétt“

Sven Bergman í þættinum Uppdrag granskning.
Sven Bergman í þættinum Uppdrag granskning. Mynd/Skjáskot

Sænski rann­sókn­ar­blaðamaður­inn Sven Bergman sem starfar við þátt­inn Upp­drag granskn­ing í sænska rík­is­sjón­varp­inu seg­ist sjald­an nota þá aðferð sem beitt var til að ná viðtal­inu við Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, sem var birt í Kast­ljósi.

Sig­mund­ur taldi að ræða ætti við sig um efna­hags­mál en annað kom á dag­inn. Bergman spurði hann óvænt út í tengsl hans við af­l­ands­fé­lag á Tor­tóla og skömmu síðar tók sam­starfsmaður Bergman, Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son, við af hon­um sem spyr­ill.

„Við telj­um að þetta hafi verið rétt ákvörðun, ann­ars hefðum við ekki gert þetta. En þetta er um­deild aðferð og við not­um hana mjög sjald­an. Sem blaðamaður verður maður að vera auðmjúk­ur og mér finnst að það eigi að fara fram siðfræðileg­ar umræður um svona aðferðir,“ seg­ir Bergman í sam­tali við mbl.is, en þátt­ur Upp­drag granskn­ing um aðdrag­and­ann að upp­ljóstr­un­um úr Pana­maskjöl­un­um var sýnd­ur í sænska rík­is­sjón­varp­inu í gær.

Hér er hægt að sjá þátt­inn í heild sinni. Hann verður sýnd­ur á Rúv í kvöld.

Frétt mbl.is: Eina leiðin

Hart var sótt að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í þættinum.
Hart var sótt að Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni í þætt­in­um. Mynd/​Skjá­skot

Mátti ekki hafa áhrif á sönn­un­ar­gögn­in

„Ég og Jó­hann­es rædd­um hvernig við ætt­um að fá for­sæt­is­ráðherr­ann til að tala um þessi mál fyr­ir fram­an mynda­vél. Við rædd­um við sænska sjón­varpið og ICIJ (In­ternati­onal Consorti­um of In­vestigati­ve Journa­lists). Niðurstaðan var að við töld­um litla mögu­leika á að herra Gunn­laugs­son myndi vilja koma í slíkt viðtal ef hann vissi að við mynd­um spyrja út í áður ókunn tengsl hans við fé­lag á af­l­ands­eyju,“ seg­ir Bergman.

„Þetta var mjög viðkvæmt mál og við skild­um að af­leiðing­arn­ar bæði fyr­ir hann og rík­is­stjórn­ina yrðu frek­ar al­var­leg­ar,“ bæt­ir hann við. „En við vild­um ekki úti­loka hætt­una á því að hann eða ein­hver í kring­um hann myndu reyna að hafa áhrif á sönn­un­ar­gögn­in í mál­inu. Við rædd­um þetta líka áður en þessi ákvörðun var tek­in, þannig að þetta voru tvær helstu ástæðurn­ar.“

Hann held­ur áfram: „Við veitt­um for­sæt­is­ráðherr­an­um gott tæki­færi til að svara spurn­ing­un­um. Þær voru mjög blátt áfram og það hefði átt að vera ein­falt fyr­ir hann að svara þeim."

Mynd/​Skjá­skot

All­ir sam­mála um aðferðafræðina

Bergman vill ít­reka að ákvörðunin um fram­kvæmd viðtals­ins hafi ekki verið tek­in á tíu mín­út­um eða ein­um degi. Lang­ar viðræður hafi farið fram á milli hans og Jó­hann­es­ar, auk þess sem fundað hafi verið með rit­stjóra hans hjá sænska rík­is­út­varp­inu. Einnig var lang­ur fund­ur hald­inn með stjórn ICIJ en inn­an sam­tak­anna starfa um 190 blaðamenn í yfir 65 lönd­um.  

„Þeir hjá ICIJ eru mjög passa­sam­ir þegar kem­ur að svona aðferðum og þeir gera þetta mjög sjald­an. Við ger­um þetta líka sjald­an en þeir töldu þetta líka vera rétta ákvörðun,“ grein­ir Bergman frá. „Ég held að það sem gerðist í fram­hald­inu sannaði að dómgreind okk­ar var rétt. Núna sjá­um við hversu viðkvæm­ar staðreynd­ir þetta voru. Þá er ég ekki að tala um eign­ir eða skatta­mál herra Gunn­laugs­son­ar held­ur er spurn­ing­in miklu stærri en það, því hún snýst um traust og hans fer­il í stjórn­mál­um.“

Jóhannes Kr. Kristjánsson í þættinum.
Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son í þætt­in­um. Mynd/​Skjá­skot

Jó­hann­es frá­bær blaðamaður

Spurður hvernig það sé að starfa með Jó­hann­esi  Kr. Kristjáns­syni seg­ist Bergman dást að hon­um. „Mér finnst hann vera frá­bær blaðamaður, ekki af því að hann er vin­ur minn, held­ur ger­ir hann eng­ar mála­miðlan­ir hvað frétt­irn­ar varðar. Hann fram­kvæm­ir hlut­ina, jafn­vel þótt þeir séu áhættu­sam­ir eða slæm­ir fyr­ir hann.“

Lengri út­gáfa af viðtal­inu við Sven Bergman verður birt á mbl.is á morg­un. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert