Hlakkar til að verja ríkisstjórnina

00:00
00:00

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, lauk rík­is­ráðsfundi rétt í þessu. Sig­mund­ur var á Bessa­stöðum til að biðjast lausn­ar frá störf­um for­sæt­is­ráðherra. Á fyrri rík­is­ráðsfund­inn dags­ins var rík­is­stjórn hans leyst upp.

Sig­mund­ur sagðist ekki hafa neina sér­staka til­kynn­ingu að veita viðstödd­um frétta­mönn­um en að sagðist treysta því góða fólki sem inni sæti fyr­ir verk­efn­un­um framund­an.

„Aðal­atriðið er að verk­efn­in klárist,“ sagði Sig­mund­ur sem kvaðst treysta Sig­urði full­kom­lega fyr­ir starfi for­sæt­is­ráðherra. Kvaðst hann sjálf­ur ætla að byrja á því að vera á þingi og verja rík­is­stjórn­ina. Sagðist hann hlakka til að verja rík­is­stjórn­ina fyr­ir van­traust­stil­lögu stjórn­ar­and­stöðunn­ar en næst ætlaði hann í frí með konu sinni og dótt­ur.

Sagðist hann vilja fara um allt land að hitta fólk og leggja lín­urn­ar, ræða stöðuna í sam­fé­lag­inu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka