Landeyjahöfn enn ófær

Galileo 2000 við vinnu í Landeyjahöfn. Vestmannaeyjar í fjarska.
Galileo 2000 við vinnu í Landeyjahöfn. Vestmannaeyjar í fjarska. Ljósmynd/Vegagerðin - Ingvar Hreinsson

Vega­gerðin gef­ur ekki upp hvenær áætlað er að dýpk­un í og við Land­eyja­höfn verði lokið þannig að Herjólf­ur geti hafið sigl­ing­ar þangað.

Sig­urður Áss Grét­ars­son, fram­kvæmda­stjóri sigl­inga­sviðs, seg­ir að fram­vinda verks­ins ráðist af vind­styrk og öldu­hæð og síðan því að tæk­in hald­ist í lagi.

Belg­íska sand­dælu­skipið Gali­lei 2000 hef­ur ekki getað dýpkað í höfn­inni frá því á mánu­dag. Þann dag var skipið að í tæp­an sól­ar­hring. Skipið var síðast að dýpka inni í höfn­inni og seg­ir Sig­urður að ein­hverj­ar dreggj­ar séu þar eft­ir, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert