Vegagerðin gefur ekki upp hvenær áætlað er að dýpkun í og við Landeyjahöfn verði lokið þannig að Herjólfur geti hafið siglingar þangað.
Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs, segir að framvinda verksins ráðist af vindstyrk og ölduhæð og síðan því að tækin haldist í lagi.
Belgíska sanddæluskipið Galilei 2000 hefur ekki getað dýpkað í höfninni frá því á mánudag. Þann dag var skipið að í tæpan sólarhring. Skipið var síðast að dýpka inni í höfninni og segir Sigurður að einhverjar dreggjar séu þar eftir, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.