Magnús Guðmundsson, Ólafur Ólafsson og Sigurður Einarsson losna allir úr fangelsinu á Kvíabryggju í dag. Hafa þeir afplánað um eitt ár af fjögurra til fimm ára dómi vegna efnahagsbrota.
Þremenningarnir verða færðir á áfangaheimilið Vernd síðar í dag. Eftir það fá þeir ökklaband frá fangelsismálastofnun og verða undir rafrænu eftirliti.
mbl.is hefur heimildir fyrir þessu en Stundin greindi fyrst frá málinu.
Þetta varð mögulegt með nýjum lögum um fullnustu refsinga sem tóku gildi í byrjun mánaðarins. Ólöf Nordal mælti fyrir lögunum í lok síðasta árs.