Lilja verður utanríkisráðherra

Utanríkisráðuneytið við Rauðarársstíg.
Utanríkisráðuneytið við Rauðarársstíg. mbl.is/Kristinn

Samkvæmt heimildum mbl.is mun Lilja Alfreðsdóttir vera skipuð utanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á ríkisráðsfundi í dag. Þá mun Gunnar Bragi Sveinsson, núverandi utanríkisráðherra, verða sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra.

Boðað hefur verið til ríkisráðsfunda á Bessastöðum í dag, sá fyrsti er klukkan 14 og sá seinni klukkan 15. Á fundinum klukkan 14 mun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson biðjast lausnar og klukkan 15 tekur ráðuneyti Sigurðar Inga við.

Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra spáði fyrir um skipan Lilju seint í gærkvöldi á Facebook. Skrifaði hann að Gunnar Bragi „eygi lífsvon í kjördæminu“ og að vitlegast fyrir hann væri að sækjast eftir ráðuneyti Sigurðar Inga og „gefa Lilju eftir utanríkisráðuneytið“.

Sagði hann jafnframt það sögulega kaldhæðni að Sigmundur Davíð hefði skipað Lilju sem ráðherra þar sem hún væri fyrrverandi forystukona í Evrópusamtökunum.

„Lilja Alfreðsdóttir er mjög öflug kona, og í stöðunni er það að mörgu leyti brilljant leikur að gera hana að ráðherra. Hún er framtíðarefni,“ skrifar Össur.

Evrópusinnum bætist liðsaukiÞað er söguleg kaldhæðni að síðasta verk Sigmundar Davíðs áður en örlögin feykja honum úr...

Posted by Össur Skarphéðinsson on Wednesday, April 6, 2016
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert