Ný ríkisstjórn Íslands var mynduð í dag á ríkisráðsfundi á Bessastöðum.
Eins og komið hefur fram tók Sigurður Ingi Jóhannsson við forsætisráðuneytinu af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Gunnar Bragi Sveinsson er nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra en við utanríkisráðuneytinu tekur Lilja D. Alfreðsdóttir.
Utan við Bessastaði stóð fámennur hópur mótmælanda og kallaði „Bófanna burt.“
Ráðherrar nýju ríkisstjórnarinnar eru:
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra
Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Ólöf Nordal, innanríkisráðherra
Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra
Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra