Stjórnin fái frið til að starfa

Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson kynna breytingarnar fyrir fjölmennum …
Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson kynna breytingarnar fyrir fjölmennum hópi innlendra og erlendra blaðamanna. mbl.is/Golli

Sigurður Ingi Jóhannsson, verðandi forsætisráðherra, sagði á blaðamannafundi í Alþingishúsinu í gærkvöldi að fulltrúar nýrrar ríkisstjórnar vænti þess að fá frið til að koma málum sínum áfram.

Með breytingu á ríkisstjórninni sé stuðlað að stöðugleika í samfélaginu. Ýmis stórmál, þar með talið gjaldeyrisuppboð vegna afnáms hafta, bíði þingsins á næstu vikum.

Sigurður Ingi sagði að ríkisstjórnin myndi halda áfram að vinna að þeim stóru verkefnum sem hún hefði unnið að og náð glæsilegum árangri með. Hann sagði að áhersla yrði lögð á stóru málin; afnám hafta, húsnæðismál og heilbrigðismál. Hann sagði að það mikilvægasta í þessu sambandi væri að þegar ríkisstjórnin hefði lokið sínum störfum væri búið að skapa svigrúm til að styrkja innviði á öllum sviðum.

Í umfjöllun um stjórnmálaástandið í Morgunblaðinu í dag segir Bjarni Benediktsson ríkisstjórnina hafa traustan meirihluta. Hún myndi fella vantrautstillögu með 38 samhljóða atkvæðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka