Stjórnin fái frið til að starfa

Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson kynna breytingarnar fyrir fjölmennum …
Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson kynna breytingarnar fyrir fjölmennum hópi innlendra og erlendra blaðamanna. mbl.is/Golli

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, verðandi for­sæt­is­ráðherra, sagði á blaðamanna­fundi í Alþing­is­hús­inu í gær­kvöldi að full­trú­ar nýrr­ar rík­is­stjórn­ar vænti þess að fá frið til að koma mál­um sín­um áfram.

Með breyt­ingu á rík­is­stjórn­inni sé stuðlað að stöðug­leika í sam­fé­lag­inu. Ýmis stór­mál, þar með talið gjald­eyr­is­upp­boð vegna af­náms hafta, bíði þings­ins á næstu vik­um.

Sig­urður Ingi sagði að rík­is­stjórn­in myndi halda áfram að vinna að þeim stóru verk­efn­um sem hún hefði unnið að og náð glæsi­leg­um ár­angri með. Hann sagði að áhersla yrði lögð á stóru mál­in; af­nám hafta, hús­næðismál og heil­brigðismál. Hann sagði að það mik­il­væg­asta í þessu sam­bandi væri að þegar rík­is­stjórn­in hefði lokið sín­um störf­um væri búið að skapa svig­rúm til að styrkja innviði á öll­um sviðum.

Í um­fjöll­un um stjórn­mála­ástandið í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Bjarni Bene­dikts­son rík­is­stjórn­ina hafa traust­an meiri­hluta. Hún myndi fella vantraut­stil­lögu með 38 sam­hljóða at­kvæðum.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka