Hyggst greina frá forsetafundinum síðar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í þinghúsinu í gærkvöldi.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í þinghúsinu í gærkvöldi. mbl.is/Golli

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, seg­ir að áhrifa­menn í Sjálf­stæðis­flokkn­um hefðu reynt að nýta sér póli­tísk­an glundroða vik­unn­ar á þágu eig­in hags­muna. Þetta sagði hann í sam­tali við Ísland í dag í kvöld.

Þingmaður­inn sagði að hann hefði orðið var við ýmsa til­b­urði, menn hefðu verið að meta hvernig hlut­irn­ir myndu þró­ast og væru jafn­vel til­bún­ir til að fórna ekki bara hon­um held­ur einnig for­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins fyr­ir aðra hags­muni.

Aðspurður um þessa „til­b­urði“ sagðist Sig­mund­ur ekki vera að tala um fyrr­ver­andi áhrifa­menn inn­an flokks­ins.

Ráðherr­ann fyrr­ver­andi var ít­rekað spurður um fund sinn með for­seta en sagðist myndu greina nán­ar frá fund­in­um og aðdrag­anda hans síðar.

Um þá ákvörðun að leggja til á þing­flokks­fundi Fram­sókn­ar­flokks­ins að hann stigi til hliðar og Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, vara­formaður flokks­ins, yrði for­sæt­is­ráðherra, sagði Sig­mund­ur að hug­mynd­in hefði verið að at­huga hvort Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn væri þá ekki kom­in í þá stöðu að menn gætu ekki spilað út á málið af því að þeim byðist þessi mögu­leiki.

Sig­mund­ur viður­kenndi í viðtal­inu að hann hefði haft með sér papp­íra á Bessastaði til að bregðast við tveim­ur mögu­leik­um, en ann­ar var þingrof. Hann sagði að fyr­ir sér hefði legið skýrt fyr­ir að það væri bara tvennt í stöðunni; annað hvort hygðust stjórn­ar­flokk­arn­ir verja rík­is­stjórn­ina falli eða rjúfa þyrfti þing og boða til kosn­inga.

Fréttamaður Stöðvar 2 spurði Sig­mund hvort hann gerði grein­ar­mun á sínu máli og máli Bjarna Bene­dikts­son­ar í tengsl­um við Panama-skjöl­in. Áður hafði fjár­málaráðherra sagt að mun­ur­inn snér­ist ekki síst um hags­muna­árekst­ur for­sæt­is­ráðherra vegna upp­gjörs gömlu bank­anna.

Sig­mund­ur sagðist vel skilja að Bjarni vildi gera þenn­an grein­ar­mun, sér­stak­lega þegar hann sjálf­ur væri bú­inn að segja af sér vegna máls­ins, en ef óánægja fólks væri aðallega til kom­inn vegna grund­vallarprinsippa þá væri mun­ur­inn eng­inn.

Sagði hann ljóst að þegar stjórn­mála­menn hefðu verið að bregðast við hrun­inu hefðu marg­ir verið að verja eig­in hags­muni. Hann hefði hins veg­ar fórnað hags­mun­um konu sinn­ar með fram­göngu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert