Vill láta birta öll Panamaskjölin

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill að öll Panamaskjölin verði gerð opinber.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill að öll Panamaskjölin verði gerð opinber. mbl.is/Golli

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segist vilja að allar upplýsingar í tengslum við Panamaskjölin verði gerð opinber svo hægt sé að komast að raun um hverjir hafi staðið skil á sköttum til samfélagsins og hverjir hafi eitthvað að fela. Þetta kom fram í samtali við Sigmund í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

„Og nú vil ég vera mjög skýr. Ég tel það gríðarlega mikilvægt, fyrir almannahagsmuni, fyrir samfélagið allt, að allar þessar upplýsingar [Panamaskjölin] verði gerðar opinberar hið fyrsta. Það er að mínu mati ekki eðlilegt að halda þessum upplýsingum eftir og nota þær, svona til að skrifa einhverja sögu. Mjatla þeim út til að búa til eitthvað tiltekið samhengi. Það á að birta þetta allt saman þannig að menn geti komist að raun um það hvað snýr upp og niður, hverjir hafa staðið skil gagnvart samfélaginu, hverjir hafa verið að fela eitthvað, þá fyrst ef allt er gert upp og opinbert, þá getum við treyst því að hægt sé að hefja uppbygginguna hér og draga úr tortryggni og efa,“ segir Sigmundur í viðtalinu.

mbl.is hefur undanfarna daga reynt ítrekað að ná tali af Sigmundi og Jóhannesi Þór Skúlasyni, aðstoðarmanni hans, til að óska eftir því að fá uppgefið hvort Sigmundur ætli að birta svokallaðar CFC skýrslur við skattaframtöl sín og eiginkonu sinnar, sem sýna fram á hvort gefnar hafi verið upplýsingar um eign í félaginu Wintris til skattayfirvalda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert