54,4% treysta ríkisstjórninni mjög lítið

Ný ríkisstjórn Íslands.
Ný ríkisstjórn Íslands. mbl.is/Eggert

49,2% eða 1.191 þeirra sem tóku þátt í könnun Maskínu sem hófst eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum á Bessastöðum í gær bera mjög lítið traust til Sigurðar Inga Jóhannssonar sem forsætisráðherra.

Svarendur voru 2.438 og koma úr þjóðgátt Maskínu, panelhópi fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu.

46,9% eða 1.128 þeirra sem tóku þátt í könnunni bera mjög lítið traust til Bjarna Benediktssonar sem fjármálaráðherra. 15,5% eða 373 bera mjög mikið traust til hans.

Þá bera 54,4%, eða 1.317 þeirra sem tóku þátt í könnuninni mjög lítið traust til nýrrar ríkisstjórnar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka