Átti einnig að víkja af þingi

Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknarflokks á tröppunum í þinghúsinu
Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknarflokks á tröppunum í þinghúsinu mbl.is/Golli

Höskuldi Þórhallssyni, þingmanni Framsóknarflokks í Norðausturkjördæmi, finnst að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefði átt að stíga skrefið til fulls og segja af sér þingmennsku. Síðan hefði hann haft tækifæri til að koma aftur tvíefldur.

Þetta kemur fram í viðtali við Höskuld í Fréttablaðinu í dag. Þar segir hann einnig að eftir á að hyggja sjái menn að betra hefði verið ef Sigmundur Davíð hefði greint fyrr frá því sem upp kom um tengsl hans við aflandsfélagið Wintris, í viðtali sem Sven Bergman og Jóhannes Kr. Kristjánsson tóku við hann 11. mars.

Hvernig var að horfa á kastljósþáttinn? Vissirðu að hlutirnir myndu breytast?

„Ég gerði mér grein fyrir því en ekki fyrir því hvernig eða í hvaða átt þeir myndu fara. Ég vissi samt sem víst að þjóðin yrði óánægð og við ættum að taka þessar upplýsingar alvarlega. Ég held að tilfinningin hafi verið svipuð og hjá fólki almennt. Manni var brugðið og ég var dapur,“ sagði Höskuldur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert