Birgitta birtir skjáskot af skattaframtali

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hefur birt skjáskot af skattaframtali sínu á Facebook. Í leiðara í DV í dag spurði Eggert Skúlason ritstjóri Birgittu hvort hún þyrfti ekki að gera grein fyrir „Saga Class-ferðunum og greiðslunni fyrir WikiLeaks-myndina?“

Birgitta svarar Eggert á Facebook og skrifar:

Eggert Skúlason krefst siðbótar frá mér sem mér er ljúft og skilt að gera varðandi Dreamworks. Hér er skjáskot úr skattaframtalinu mínu og slóð í hagsmunaskráningu mínu á Alþingi.http://www.althingi.is/altext/cv/is/hagsmunaskra/…

Varðandi Saga Class sæti í flugi: þegar mér hefur verið boðið að fjalla í pallborðum eða halda ræður um málefni er lúta að beinu lýðræði eða öðru sem ég hef sérhæft mig þá hefur það gerst í nokkur skipti að ekki hafa fundist sæti í flugvél í öðru farrými en í Saga Class, held 2 eða 3svar, en ca 95% farmiða minna hafa verið gefnir út í almennu farrými og ef ég fer í einkaerindum á ráðstefnur til þátttöku í umræðum þá þarf þingið aldrei að bera straum af þeim kostnaði. Ég set aldrei kröfu um að ferðast í Saga Class. Ég skal svo setja saman lista yfir ráðstefnur sem ég tekið þátt í um leið og ég finn tíma, Eggerti til upplýsingar og auðvitað öllum öðrum.“

Eggert Skúlason krefst siðbótar frá mér sem mér er ljúft og skilt að gera varðandi Dreamworks. Hér er skjáskot úr...

Posted by Birgitta Jónsdóttir on Friday, April 8, 2016

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert