Framkvæmdir við Grensásveg hafnar

Framkvæmdir við þrengingu Grensásvegar eru nýhafnar en þeim á að ljúka í haust. Magnea Guðmundsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar, segir að aldrei hafi komið til greina að hætta við þrengingu vegarins þrátt fyrir að mótbárur hafi komið fram, m.a. frá sjálfstæðismönnum í borgarráði.

Framkvæmdir eru hafnar við Grensásveg.
Framkvæmdir eru hafnar við Grensásveg. mbl.is/Rax

„Eftir að þetta var samþykkt stóðum við alltaf með þessu verkefni, enda er það hluti af miklu stærra samhengi sem snýst um hjólreiðaáætlun. Það er eitt af mikilvægustu málunum á þessu kjörtímabili hjá umhverfis- og skipulagsráði,“ segir Magnea.

„Við gáfum okkur mjög góðan tíma í að skoða þrengingu Grensásvegar í fyrra. Það er líka mikilvægt að það komi fram að íbúar í hverfinu kölluðu eftir þessu. Allar áætlanir varðandi talningar sýna að þetta er alltof breið gata fyrir svona litla umferð. Við ætlum að planta trjám þarna og gera þetta að betra umhverfi að mörgu leyti,“ bætir hún við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert