Heimta aftur völdin sem þau sættu sig aldrei við að hafa misst

Sigmundur Davíð segir vantrauststillögu stjórnaranstöðuflokkanna er ekki tilkomna vegna frammistöðu …
Sigmundur Davíð segir vantrauststillögu stjórnaranstöðuflokkanna er ekki tilkomna vegna frammistöðu ríkisstjórnarinnar Eggert Jóhannesson

„Vantrauststillaga stjórnaranstöðuflokkanna er ekki tilkomin vegna frammistöðu ríkisstjórnarinnar þetta kjörtímabil,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi forsætisráðherra á þingi í dag. Ekki sé heldur annað hægt en að  kallað árangur ríkisstjórnarinnar framúrskarandi.

„Stjórnarandstaðan veit að fyrir þau eru staðreyndir ekki góð söluvara.“ Pólitískar söluvörur stjórnaranstöðunnar séu hins vegar reiði, gremja, tortryggni, heift og jafnvel hatur, ásamt nokkru af vonleysi og  ótta.  „Óttinn skilgreindi stjórn landsins á árunum 2009-2113,“ sagði Sigmundur Davíð. Ótti við að gera það sem þurfti og ótti við aðgagnshörð erlend stjórnvöld og vogunarsjóði. „Hér ríkti ótti við að vekja andann í þjóðinni og fá hana til að meta sig réttilega.

Í þeirra augum var efnahagshrunið pólitískt tækifæri.“

Ríkistjórn sem tók við hafi hins vegar boðið upp á von, lofaði stórum hlutum og staðið við þá. Sagði Sigmundur Davíð þá stjórn hafa verið „ríkisstjórn festu, framfara, aðgerða, lífskjarabata, aukins jöfnuðar og fyrirheita um enn betri framtíð.“

Stjórnarandstaðann vilji hins vegar nú aftur treysta á reiði sem söluvöru. „Þau eru að heimta völdin sín aftur sem þau hafa aldrei sætt sig við að hafa misst.

„Frammi fyrir þessum valkostum verður alþingi verður að verja ríkisstjórn Sigðurðar Inga Jóhanssonar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert