Jarðskjálfti af stærð 4,2 varð á norðurbrún Bárðarbunguöskjunnar í nótt kl. 00.10 og var hann stærsti skjálfti sem mælst hefur í Bárðarbungu síðan gosinu lauk í febrúar 2015.
Um 15 eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, sá stærsti var 3,5 að stærð kl. 01.01.
Enginn merki eru um kvikuhreyfingar, eldsvirkni eða óróa. Líkilegt er að skjálftarnir eru tengt hreyfingum á hringsprungu öskjunnar.