Undirskriftalisti þar sem kosninga er krafist strax og annar þar sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra er sagður rekinn, hafa verið í gangi á netinu síðan í gær.
Um það bil 5.000 undirskriftir hafa safnast á listann þar sem kosninga er krafist strax http://www.petitions24.com/kosningar_strax Þá eru rúmlega 3.000 undirskriftir komnar á listann „Bjarni Benediktsson, þú ert rekinn“.
Þar eru ástæður uppsagnarinnar sagðar fyrst og fremst það kjarkleysi, sú spilling og sá dómgreindarbrestur, sem Bjarni hafi sýnt af sér starfi. „Þú hefur vísvitandi blekkt okkur, ítrekað logið að þjóðinni og þar með gerst brotlegur við okkur öll. Gleymdu ekki að þjóðin er þinn æðsti yfirmaður,“ segir á síðunni með undirskriftalistanum. http://www.petitions24.com/bless_bjarni_ben
Guðmundur Ragnar Guðmundsson, sem stendur fyrir listanum „Bjarni Benediktsson, þú ert rekinn“, segir mótmælum ekki lokið þó vantrauststillaga stjórnarandstöðunnar hafi verið felld á alþingi í dag.
„Við ætlum okkur að staðfesta með óyggjandi hætti að fólk sætti sig ekki við þetta og þá held ég að borgaraleg óhlýðni sé næst á dagskrá,“ segir Guðmundur Ragnar og kveður slíkt t.d. geta leitt til handtöku. „Það er mikil áhersla hjá öllum sem ég hef rætt við að vera með friðsamleg mótmæli en að ganga lengra.“