Orðspor Íslands eitt af fyrstu verkefnunum

Lilja tók við lyklunum af Gunnari Braga.
Lilja tók við lyklunum af Gunnari Braga. mbl.is/Eggert

Eitt af fyrstu verkefnum Lilju Alfreðsdóttur, nýs utanríkisráðherra, verðu að fara yfir þá orðsporsumræðu sem hefur átt sér stað vegna Íslands og þeirra atburða sem urðu hér síðustu vikuna, samhliða markaðsmálum landsins. Auk þess eru stór mál á dagskrá eins og þjóðaröryggisstefna landsins á dagskrá. Þetta kom fram í máli Lilju við lyklaafhendingu í utanríkisráðuneytinu í dag.

Gunnar Bragi Sveinsson, fráfarandi utanríkisráðherra og nýr landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, bauð Lilju velkomna í ráðuneytið og sagði að hún myndi njóta sín þar, innan um starfsfólk sem væri mikið fagfólk.

Sagðist Lilja hlakka til við að takast á við þetta verkefni sem hafi komið skjótt upp á og að hún hafi þegar fundað með Gunnari í gær til að fara yfir helstu mál framundan. Sagðist hún núna ætla að kynna sér ráðuneytið, starfsfólkið og demba sér í þau verkefni sem væru framundan.

Gunnar grínaðist svo með að fyrir utan gluggann gæti hún fylgst með hagvextinum og ferðaþjónustunni vaxa og þannig væri hún með gjaldeyrissköpun beint fyrir utan gluggann.

Í samtali við blaðamenn sagði Lilja að verkefnið legðist vel í sig. Sagðist hún gera sér grein fyrir að hún hefði ekki langan tíma til að koma sér inn í öll mál þar sem horft væri til kosninga næsta haust, en að hún muni forgangsraða verkefnum í samræmi við það.

„Ég reyni að vera eins dugleg og ég get en sinna verkefninu að mikilli auðmýkt,“ sagði Lilja. Aðspurð hvort hún væri búin að ákveða hvaða aðstoðarmenn hún ætlaði að fá með sér í ráðuneytið sagði Lilja ekki hafa tekið ákvörðun um það.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert