Mikill fjöldi fólks er nú á Austurvelli til að mótmæla ríkisstjórn Íslands. Hafa margir tekið með sér potta, pönnur og mótmælaskilti auk þess sem nokkrir slá á trumbur.
Fjöldi fólks streymir nú í átt að miðbænum að sögn ljósmyndara mbl.is sem er á vettvangi en yfirskrift mótmælanna er „Kosningar strax - ríkisstjórnina burt.“
Arnar Marteinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við mbl.is að nú, laust fyrir klukkan 15, séu um 5.500 manns á Austurvelli og „mikið streymi“ inn og út af svæðinu.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með nokkurn viðbúnað vegna mótmælanna en lögreglumenn hafa að mestu haldið sig til hlés.
Fylgst verður með mótmælunum á mbl.is í dag.