Hvaða lög gilda um niðurrif húsa?

Frá rústum Exeter hússins við Tryggvagötu 12.
Frá rústum Exeter hússins við Tryggvagötu 12. mbl.is/Styrmir Kári

Líkt og áður hefur verið greint frá á mbl.is mun Minjastofnun kæra niðurrif Exeter hússins til lögreglu þar sem hvorki Minjastofnun né byggingafulltrúinn í Reyjavík höfðu veitt leyfi fyrir niðurrifinu. 

Sjá frétt mbl.is: Mun kæra niðurrif Exeter hússins

En hvaða lög gilda um rif á húsum og hvaða ákvæði laganna gætu átt við, verði niðurstaða rannsóknar að lög hafa verið brotin?

Um byggingaleyfi, deiliskipulag og breytingar á húsum gilda lög nr. 160/2010 um mannvirki. Í 58. gr. laganna er lögð refsiábyrgð við brotum gegn ákvæðum laganna. Getur refsingin numið sektum eða allt að tveggja ára fangelsi nema að þyngri refsing liggi við brotinu samkvæmt öðrum lögum.

Önnur lög kunna einnig að eiga við um niðurrifið og eru það lög nr. 80/2012 um menningarminjar. Þar kemur fram að brot gegn lögunum varða sektir til ríkissjóðs nema að 177. gr. almennra hegningarlaga eigi við.

Sjá frétt mbl.is: Húsið rifið án leyfis

177. gr. almennra hegningarlaga í kafla laganna sem fjallar um ýmis brot á hagsmunum almennings er svohljóðandi:

„Hver, sem tekur burtu, ónýtir eða skemmir opinber minnismerki eða hluti, sem ætlaðir eru til almennings nota eða skrauts, eða hluti, sem teljast til opinberra safna eða eru sérstaklega friðaðir, skal sæta fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.“

Húsið fyrir niðurrifið.
Húsið fyrir niðurrifið. Ljósmynd/ Reykjavíkurborg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert