Átti tvo kosti í stöðunni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fráfarandi forsætisráðherra, hafði það í huga á fundi sínum með forseta Íslands að innan Sjálfstæðisflokksins hefði geisað valdabarátta. Tveir kostir hefðu verið í stöðunni andspænis tillögu um vantraust og þingrof; að stjórnin sýndi samstöðu eða félli.

Spurður í Morgunblaðinu í dag hvort hann hefði, eftir á að hyggja, átt að upplýsa um félagið Wintris í hagsmunaskráningu sinni sem þingmaður segist hann hafa í einu og öllu farið að reglum um hagsmunaskráningu þar sem „hvorki sé gert ráð fyrir skráningu á eignum maka né félögum sem þessum“. Hann hafi talið óviðeigandi að upphefja sjálfan sig í kosningabaráttunni 2013 með því að benda á fjárhagslegt tap konu sinnar, sem kröfuhafa í þrotabúin, ef tekin yrði upp stefna hans um að láta kröfuhafa borga miklu meira en neyðarlögin höfðu gert ráð fyrir.

Með því hefði hann auk þess brotið eigið sannfæringu um að halda konu sinni sem mest frá „orrahríð stjórnmálanna“. Það sé ekki rétt að gera þá kröfu að stjórnmálamenn birti persónulegar upplýsingar um maka og ættingja. Í ljósi atburða sé hann þó reiðubúinn að birta öll gögn varðandi skattframtöl þeirra hjóna, með því skilyrði að forystumenn annarra stjórnmálaflokka geri það líka

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka