Vildi ekki vera stimpill fyrir Sigmund

Frá því að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hélt nýársávarp sitt, þar sem hann sagðist ekki ætla að bjóða sig fram til forsetaembættis að nýju, hefur tvennt gerst sem gæti aukið líkurnar á að hann endurskoðaði þessa ákvörðun sína.

Þetta segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði. „Ég myndi ekki útiloka neitt á þessum tímapunkti,“ segir Ólafur í viðtali um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.

Á þriðjudaginn var Ólafur Ragnar spurður í fréttatíma RÚV hvort atburðarásin undanfarið hefði orðið til þess að hann myndi endurskoða þá afstöðu sína að hætta sem forseti í sumar. Hann sagðist ekki hafa leitt hugann að því. „Hins vegar ætti öllum að vera ljóst, almenningi og forsetaframbjóðendum, hversu mikilvægur öryggisventill forsetaembættið væri, fyrir þingræðið, lýðræðið og þjóðarheill,“ sagði forsetinn.

„Maður tekur eftir því þegar hann fær svona spurningu, að hann svarar hvorki af né á heldur kemur með ræðu um hvað það sé mikilvægt að á svona tímum sé sterkur forseti við stjórnvölinn,“ segir Ólafur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert