Vilja að þingið skipi rannsóknarnefnd

Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, og Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins.
Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, og Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins. mbl.is/Eggert

Þing­flokk­ur Vinstri grænna hef­ur lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um að Alþingi láti fara fram rann­sókn á fjölda og starf­semi fé­laga sem tengj­ast ís­lensk­um aðilum, ein­stak­ling­um og lögaðilum, og eru í skatta­skjól­um sem skil­greind hafa verið af Efna­hags- og fram­fara­stofn­unni (OECD) og ís­lensk­um stjórn­völd­um.

Lagt er til að skipuð verði rann­sókn­ar­nefnd skipuð ein­stak­ling­um með sérþekk­ingu á alþjóðaviðskipt­um, fjár­mál­um og skatta­mál­um sem skrái öll af­l­ands­fé­lög, hvar sem er í heim­in­um, sem tengj­ast eða hafa tengst ís­lensk­um aðilum.

Þá verði gef­in út sér­stök af­l­ands­fé­laga­skrá yfir alla þá sem í hlut eiga þar sem fram komi nöfn hlutaðeig­andi fé­laga og ein­stak­linga og upp­lýs­ing­ar um staðsetn­ingu skatta­skjól­anna.

 Jafn­framt álykt­ar Alþingi að fela fjár­mála- og efna­hags­ráðherra að stofna sér­stak­an rann­sókn­ar­hóp sem fari yfir og meti skattund­an­skot og aðra ólög­mæta starf­semi, svo sem pen­ingaþvætti, sem kunni að hafa átt sér stað með af­l­ands­fé­lög­um og bygg­ist á upp­lýs­ing­um og niður­stöðum rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar. Rann­sókn­ar­hóp­ur­inn starfi með embætt­um rík­is­skatt­stjóra og skatt­rann­sókn­ar­stjóra á þeim for­send­um sem skatt­rann­sókn­ar­stjóri ákveður. Fjár­málaráðherra- og efna­hags­ráðherra sjái til þess að veitt verði fé úr rík­is­sjóði til þess að kosta viðbót­ar­starfslið sér­fræðinga og ann­ars starfs­fólks sem þarf að mati rík­is­skatt­stjóra og skatt­rann­sókn­ar­stjóra til starfa fyr­ir rann­sókn­ar­hóp­inn og hlutaðeig­andi skattyf­ir­völd,“ seg­ir í þings­álykt­un­ar­til­lög­unni.

Í grein­ar­gerð með þings­álykt­un­ar­til­lög­unni seg­ir m.a. að skatta­skjól séu til þess fall­in að viðhalda og auka mis­skipt­ingu auðs í heim­in­um og í þeim sé varðveitt­ur ágóðinn af ýmis kon­ar ólög­mætri starf­semi sem bitn­ar á al­menn­ingi, s.s. vopna- og eit­ur­lyfja­sölu, vændi og man­sali.

Skatta­skjól grafa und­an vel­ferð og vel­gengni sam­fé­laga sem sjá á eft­ir fé sem þar verður til inn í þessi svart­hol.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert