Forsetaefni afsprengi pólitísks umróts?

Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur.
Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í póli­tísk­um has­ar vik­unn­ar gæti orðið óvænt hliðar­verk­un. Þriðju­dag­inn ör­laga­ríka þann 5. apríl voru sjón­varps­stöðvarn­ar með bein­ar út­send­ing­ar meira og minna yfir dag­inn. Það fólk sem þangað kom til að veita fag­legt álit sitt á ýmsu sem tengd­ist póli­tík­inni varð óvænt eft­ir­sótt sem mögu­leg­ir for­setafram­bjóðend­ur og einn þeirra hef­ur lofað að hugsa málið.

Guðni Th. Jó­hann­es­son sagn­fræðing­ur var í frétta­sett­inu hjá RÚV í frétta­tím­an­um sem sýnd­ur var strax að loknu Kast­ljósi síðastliðinn sunnu­dag. Viðbrögð hans vöktu mikla at­hygli, hon­um var sýni­lega afar brugðið eft­ir að hafa horft á þátt­inn og leyndi því ekki fyr­ir áhorf­end­um. Síðan átti hann eft­ir að vera í nokkuð stóru hlut­verki dag­inn eft­ir í aukaf­rétta­tím­um þar sem hann veitti álit á at­b­urðum á hinum póli­tíska vett­vangi.

For­seti sé læs á póli­tík

Guðni benti svo á það sjálf­ur í einu fréttaviðtali að komið hefði í ljós í um­rót­inu að nauðsyn­legt væri að hafa for­seta sem er læs á póli­tík. Mörg­um virðist þá ein­mitt hafa komið hann sjálf­ur til hug­ar sem for­seta­efni.

Nöfn fleiri álits­gjafa hafa verið nefnd. Björg Thor­ar­en­sen sýndi sköru­lega fram­göngu í bein­um út­send­ing­um og það væri raun­ar ekki í fyrsta sinn sem nafn henn­ar er nefnt í tengsl­um við embætti for­seta.

Það kom Guðna greini­lega á óvart að hann skyldi nefnd­ur í þessu sam­bandi. „Þetta er svo tign­ar­legt embætti að maður gant­ast ekki með það,“ svaraði Guðni, spurður hvort hann tæki al­var­lega að nafn hans skyldi nefnt. Og bætti við: „Ég lofaði góðum hópi fólks að svara því um helg­ina hvort ég væri til­bú­inn að íhuga þetta, en að því sögðu þá velja menn ekki for­seta­efni eft­ir frammistöðu í sjón­varpi, hvernig sem hún er. Fólkið vel­ur for­set­ann; það er ein­mitt besta slag­orð for­seta­kosn­inga á Íslandi, sem Ásgeir Ásgeirs­son notaði 1952, og nú, á tím­um sam­skiptamiðla og fjöl­miðla er það nán­ast þannig líka að fólkið vel­ur for­seta­efn­in. Ég held að eng­inn ætti að gefa kost á sér nema hafa ein­hverja hug­mynd um hvers kon­ar und­ir­tekt­ir fram­boð fengi og maður leyf­ir sér því í allri auðmýkt að sjá hvernig þetta þró­ast. En ég segi hreina satt að fyr­ir síðustu viku held ég að eng­inn hafi verið að máta mig við þetta embætti.“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var í eldlínunni síðustu viku. Hafa þessir …
Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son var í eld­lín­unni síðustu viku. Hafa þess­ir at­b­urðir áhrif á for­seta­kosn­ing­arn­ar? mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Guðni bend­ir að kosn­inga­bar­átta taki í raun sí­fellt styttri tíma. Á árum áður hafi menn stund­um boðið sig fram snemma árs en nú fari bar­átt­an jafn­vel ekki á flug fyrr en nokkr­um vik­um fyr­ir kosn­ing­ar.

„Til eru dæmi um að kosn­inga­efni hafi skot­ist upp með lát­um, en skort út­haldið. Það er lík­lega gott svar sagn­fræðings sem hef­ur aldrei sóst eft­ir embætt­um af neinu tagi!“ sagði Guðni á föstu­dag­inn.

Ak­ur­eyr­ing­ur í fram­boð?

Sigrún Stef­áns­dótt­ir, for­seti hug- og fé­lags­vís­inda­sviðs Há­skól­ans á Ak­ur­eyri, var nefnd til sög­unn­ar hér um síðustu helgi. Hún er enn að hugsa málið og staðfest er að stuðnings­menn henn­ar eru byrjaðir að safna meðmæl­end­um með fram­boði.

Ann­ar Ak­ur­eyr­ing­ar kom fram á sjón­ar­sviðið í vik­unni, bæj­ar­stjór­inn Ei­rík­ur Björn Björg­vins­son. Hann ligg­ur und­ir feldi en sagði við blaðamann á föstu­dag að hann myndi ákveða fljót­lega hvort hann færi fram eður ei. Lík­legt er að hann til­kynni ákvörðun sína ein­hvern allra næstu daga.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert