Vill endurnýja umboð forystunnar

Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert

Ég man ekki til þess að hafa tekið þátt í kosn­ingabaráttu fyr­ir flokk­inn án þess að stefn­an hafi fyrst verið mótuð á lands­fundi og umboð for­ystu end­ur­nýjað af flokks­mönn­um. Skilst reynd­ar að það hafi gerst árið 1979 þegar kosið var til alþing­is með mjög skömm­um fyr­ir­vara.

Þetta seg­ir Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, á Face­book-síðu sinni en til­efnið er miðstjórn­ar­fund­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins sem hald­inn var í dag. Í færslu sinni vitn­ar hún til skipu­lags­reglna flokks­ins og bend­ir á að lands­fund­ur, sem mót­ar heild­ar­stefnu flokks­ins í lands­mál­um, hafi æðsta vald í mál­efn­um flokks­ins.

„Lands­fund skal halda annað hvert ár. Miðstjórn boðar og und­ir­býr lands­fund. Heim­ilt er að boða til lands­fund­ar oft­ar ef miðstjórn tel­ur brýna þörf krefja. Reglu­leg­ur lands­fund­ur skal boðaður með minnst þriggja mánaða fyr­ir­vara,“ rit­ar Unn­ur Brá í færslu sinni og vitn­ar til skipu­lags­regln­anna.

„Mér fynd­ist það ekki mjög lýðræðis­legt né væn­legt til ár­ang­urs fyr­ir sjálf­stæðis­stefn­una að sleppa því nú við þess­ar aðstæður að kalla flokks­menn sam­an til að skýra stefn­una, kjósa for­ystu og skerpa áhersl­ur fyr­ir kosn­ing­ar.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert