Vill flýta flokksþingi fyrir kosningar

Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Eggert

Karl Garðars­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, tel­ur heppi­leg­ast að flýta flokksþingi Fram­sókn­ar­flokks­ins svo for­ysta hans geti end­ur­nýjað umboð sitt fyr­ir kom­andi kosn­ing­ar í haust.

Rík­is­stjórn­in hef­ur boðað kosn­ing­ar í haust sem stytt­ir þar með kjör­tíma­bilið um eitt lög­gjaf­arþing. Er þetta gert til að koma til móts við þá stöðu sem nú er uppi í ís­lensk­um stjórn­mál­um, en hingað til hef­ur ná­kvæm tíma­setn­ing kosn­inga ekki verið ákveðin.

„Ég tel það bæði lýðræðis­legt og eðli­legt að flýta flokksþingi,“ seg­ir Karl í sam­tali við mbl.is en að öllu óbreyttu verður næsta flokksþing Fram­sókn­ar­flokks­ins haldið á næsta ári. Karl vill hins veg­ar að þingið fari fram fyr­ir kom­andi kosn­ing­ar í haust.

Spurður hvort hann hafi orðið var við sömu af­stöðu meðal annarra í flokkn­um kveður hann já við. „Ég er bú­inn að heyra í nokkr­um.“

„Mér finnst eðli­leg­ast að for­yst­an fái nýtt umboð vilji hún halda áfram, það er lýðræðis­legt,“ seg­ir Karl og bæt­ir við að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn kæmi þannig sterk­ari inn í kosn­ing­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert