Ímynd Íslands ólöskuð að mestu

Það er mat ráðuneytisins að fréttir af þróun mála síðustu …
Það er mat ráðuneytisins að fréttir af þróun mála síðustu viku skipti þúsundum og samskiptamiðlafærslur tugum þúsunda. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Um­fjöll­un um Ísland í tengsl­um við Panama-skjöl­in hef­ur beinst að helstu gerend­um í ís­lensk­um stjórn­mál­um og mót­mæl­um al­menn­ings. Hún var nei­kvæð fram­an af en hlut­laus og jafn­vel já­kvæð í kjöl­far af­sagn­ar for­sæt­is­ráðherra og mót­mæla al­menn­ings. Þetta kem­ur fram í laus­legri sam­an­tekt ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins yfir er­lenda um­fjöll­un um Ísland og Pana­maskjöl­in.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá ráðuneyt­inu mun Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, nýr ut­an­rík­is­ráðherra, funda með sendi­full­trú­um er­lendra ríkja á næst­unni og m.a. ræða at­b­urði síðustu viku.

Er­lend um­fjöll­un um Ísland hef­ur aðallega beinst að stjórn­mála­mönn­um og mót­mæl­um al­menn­ings en síður að viðskipta­líf­inu og Íslandi al­mennt, að mati ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins.

„Ítar­leg um­fjöll­un um eign­ir og fé­lög fyrr­um for­sæt­is­ráðherra og annarra ráðherra í rík­is­stjórn­inni í skatta­skjól­um og ekki síður mynd­ræn fram­setn­ing í helstu miðlum er ekki já­kvæð,“ seg­ir í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn mbl.is.

Þar seg­ir einnig að frétt­ir af þróun mála síðustu viku skipti þúsund­um og sam­fé­lags­miðlafærsl­ur tug­um þúsunda.

Umfjöllunin varð jákvæðari eftir að mótmæli hófust á Austurvelli og …
Um­fjöll­un­in varð já­kvæðari eft­ir að mót­mæli hóf­ust á Aust­ur­velli og ný rík­is­stjórn tók við. mbl.is/​Golli

Ráðuneytið met­ur fram­haldið þannig að þrátt fyr­ir að óljóst sé hver fram­vinda máls­ins verður sé ólík­legt að kast­ljós fjöl­miðla muni aft­ur bein­ast að ís­lensk­um stjórn­mála­mönn­um með jafn­mikl­um þunga.

„Til lengri tíma litið eru áskor­an­ir framund­an. Enn eru óbirt­ar upp­lýs­ing­ar um hundruð ís­lenskra aðila og leiða má lík­ur að því að það verði hluti af frá­sögn­um alþjóðlegra fjöl­miðla um hvað fór úr­skeðis á Íslandi á ár­un­um fyr­ir hrun.

Mat okk­ar í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu, sem jafn­framt er byggt á stöðutöku helstu sendiskrif­stofa Íslands og Íslands­stofu, er að til skemmri tíma hafi ímynd og ásýnd Íslands á alþjóðavett­vangi ekki beðið um­tals­verða hnekki þrátt fyr­ir tals­verða ágjöf.“

Sam­kvæmt ráðuneyt­inu er of snemmt að segja til um lengri tíma áhrif. Þá hef­ur ut­an­rík­is­ráðuneytið, ásamt fleiri ráðuneyt­um, það í skoðun hvort ástæða er til að bregðast við, t.d. með greina­skrif­um, viðtöl­um eða öðru móti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert