Tæp milljón í styrki á lokadegi

Gunnar Bragi Sveinsson hefur tekið við sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson hefur tekið við sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Gunnar Bragi Sveinsson veitti styrki fyrir 950 þúsund krónur á síðasta degi sínum sem utanríkisráðherra.

Daginn eftir að ljóst var að hann yrði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sendi hann tilmæli til utanríkisráðuneytisins um að veita fjórum aðilum styrki af skúffufé hans sem utanríkisráðherra, að því er Fréttablaðið greinir frá.

Landgræðsla ríkisins fékk hæsta styrkinn, eða 300 þúsund krónur, þjóðdansahópurinn Sporið og Kómedíuleikhúsið á Ísafirði fengu 250 þúsund krónur hvort um sig og Landsbyggðarvinir fengu 150 þúsund krónur.

Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, gagnrýnir ákvörðun Gunnars Braga en hún hefur verið talsmaður þess að leggja skúffufé ráðherra niður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert