Tímabundið bann við bankasölu

Þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hafa lagt fram frum­varp til laga um tíma­bundið bann við sölu á eign­ar­hlut­um rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Gert er ráð fyr­ir að frum­varpið taki strax gildi hljóti það samþykki og gildi til 1. nóv­em­ber á þessu ári. Fram kem­ur í grein­ar­gerð að með frum­varp­inu sé brugðist við for­dæma­lausu ástandi sem skap­ast hafi í ís­lensk­um stjórmmál­um. Ný rík­is­stjórn hafi boðað til al­mennra kosn­inga næsta haust og staða henn­ar væri mjög ótrygg.

„Má þannig í raun líkja nú­ver­andi rík­is­stjórn við starfs­stjórn sem ætlað er að sitja fram yfir kosn­ing­ar þegar ný rík­is­stjórn mun taka við. Ekki er því eðli­legt að sú rík­is­stjórn sem nú sit­ur geti tekið af­drifa­rík­ar og stefnu­mark­andi ákv­arðanir á þeim fáu mánuðum sem eft­ir eru af starfs­tíma henn­ar. Slík­ar ákv­arðanir ber að bíða með að taka fram yfir næstu kosn­ing­ar þar sem stjórn­mála­menn munu fá nýtt umboð frá kjós­end­um til góðra verka.“

Fram kem­ur að þar sem nú­ver­andi rík­is­stjórn njóti ekki trausts og ljóst sé að hún muni aðeins sitja í nokkra mánuði sé ekki eðli­legt að fjár­mála- og efna­hags­ráðherra hafi þá heim­ild að selja eign­ar­hluti rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. „Í þessu sam­bandi verður einnig að hafa í huga að sala á eign­ar­hlut­um rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um get­ur verið stefnu­mark­andi ákvörðun fyr­ir fjár­mála­kerfið í heild sinni. Eignn­ar­hald rík­is­ins á nán­ast öllu fjár­mála­kerf­inu gef­ur mögu­leika á því nú að end­ur­skoða fjár­mála­kerfið í heild sinni standi til þess póli­tísk­ur vilji.“

Fyrsti flutn­ings­maður frum­varps­ins er Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert