Tveir þingmenn Framsóknarflokksins, þau Karl Garðarsson og Elsa Lára Arnardóttir, stigu í ræðustól Alþingis í dag og bentu á að þrátt fyrir atburði undanfarinnar vikna á stjórnmálasviðinu bentu nýjustu skoðanakannanir til þess að stjórnarflokkarnir, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokksins, hefði ekki tapað fylgi heldur bætt við sig.
Karl vísaði þar í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. „Ríkisstjórnin stendur sterk þrátt fyrir fullyrðingar um annað. 38 þingmenn greiddu atkvæði gegn vantrausti á föstudag,“ sagði hann. Þrátt fyrir stór orð um annað væri það staðreynd að stjórnarflokkarnir hefðu ekki tapað fylgi heldur bætt við sig.