„Ríkisstjórnin stendur sterk“

Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir þingmenn Framsóknarflokksins, þau Karl Garðarsson og Elsa Lára Arnardóttir, stigu í ræðustól Alþingis í dag og bentu á að þrátt fyrir atburði undanfarinnar vikna á stjórnmálasviðinu bentu nýjustu skoðanakannanir til þess að stjórnarflokkarnir, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokksins, hefði ekki tapað fylgi heldur bætt við sig.

Karl vísaði þar í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. „Ríkisstjórnin stendur sterk þrátt fyrir fullyrðingar um annað. 38 þingmenn greiddu atkvæði gegn vantrausti á föstudag,“ sagði hann. Þrátt fyrir stór orð um annað væri það staðreynd að stjórnarflokkarnir hefðu ekki tapað fylgi heldur bætt við sig.

Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert