Sjálfstæðisflokkur bætir við sig

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra Eggert Jóhannesson

Samkvæmt síðustu könnun Gallup, sem sagt var frá í kvöldfréttum RÚV, hlyti Sjálfstæðisflokkur 27% fylgi sem er 5% aukning frá könnun í síðustu viku. Píratar falla milli kannana, mælast nú með 29% fylgi, 3% minna en síðast. Framsókn mælist með 7% stuðning, þann minnsta síðan 2008.

Vinstri-Grænir komu vel út úr könnuninni með tæplega 20% fylgi, það mesta síðan 2010. Samfylking mældist með 9% fylgi, Björt framtíð 5% og Viðreisn 3%.

Könnunin var gerð 7.-12. apríl og var úrtakið 1.434.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 34% en aukning þar á milli kannana er ekki tölfræðilega marktæk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert