Sturla býður sig fram

Sturla Jónsson.
Sturla Jónsson.

Sturla H. Jónsson hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Í tilkynningu kemur fram að hann hafi nú þegar safnað undirskriftum þrjú þúsund meðmælenda.

Sturla er fæddur í Reykjavík 4. nóvember 1966. Hann ólst upp í Breiðholti, hann var nemandi í Fellaskóla og í sveit á sumrin þar sem hann lærði að taka til hendinni, stendur í fréttatilkynningu.

Strax að grunnskólaprófi loknu hóf Sturla atvinnuþátttöku sína. Hann hefur unnið við rafvirkjun, verið á sjó og unnið við jarðvinnu hjá verktökum. Hann hefur einnig starfað við járnsmíði, bifvélavirkjun, húsbyggingar og fleiri iðngreinar. 

Sturla er kvæntur Aldísi Ernu Helgadóttur og eiga þau þrjá syni á aldrinum 16 til 26 ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert