Húsaleiga Samfylkingarinnar undir markaðsvirði

Hallveigarstígur 1. Samfylkingin hefur verið þar til húsa frá 2004.
Hallveigarstígur 1. Samfylkingin hefur verið þar til húsa frá 2004. mbl.is/Styrmir Kári

Að sögn Kristjáns Guy Burgess, framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar, leigir Samfylkingin 230 fermetra á 2. hæð á Hallveigarstíg 1. Fyrir það greiddi flokkurinn 332.00 krónur á mánuði árið 2015.

Að mati Kristjáns Gunnarssonar, forstjóra fasteignafélagsins Regins, ætti leiguverð fyrir hvern fermetra fyrir „þessa eign“ að vera 1.700 -2000 kr. Samkvæmt því ættu leigugreiðslur að vera á bilinu 391-460 þúsund kr.

Í svari við fyrirspurn í Morgunblaðsins segir Kristján Guy að inni í leiguverðinu séu, auk húsaleigu, greiðsla fyrir rekstur sameignar, ræstingu og bílastæði auk greiðslu til Orkuveitu Reykjavíkur.

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið á mánudag að Samfylkingin greiddi markaðsverð fyrir aðstöðuna í höfuðstöðvunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert