Stjórnvöld grípi inn í sölu Jökulsárslóns

Siglt um Jökulsárlón.
Siglt um Jökulsárlón. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ásmundur Einar Daðason og Haraldur Einarsson, þingmenn Framsóknar, hafa óskað eftir sameiginlegum fundi Fjárlaganefndar og Umhverfisnefndar „hið fyrsta til að ræða þá staðreynd að Jökulsárlón, ein helsta náttúruperla Íslands, sé í uppboðsferli.“

Í erindi til forystu nefndanna, Vigdísar Hauksdóttur, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, Höskuldar Þórs Þórhallssonar og Katrínar Júlíusdóttur segir að eins og fram hafir komið í fjölmiðlum sé uppboðsferli hafið á Jökulsárlóni og að því ljúki innan fjögurra vikna. Einnig hafi komið fram að sveitarfélagið Hornafjörður hafi sent erindi til Fjármálaráðuneytis og Umhverfisráðuneytis og óskað eftir aðstoð í málinu.

„Það er mat undirritaðra að stjórnvöld verði að leita allra leiða til að grípa inní þetta mál og því sé mikilvægt að þetta sé tekið upp á vettvangi Alþingis,“ segir í erindi þeirra Ásmunar og Haraldar.

„Það er ósk undirritaðra að á fundinn verði boðaðir fulltrúar sveitarfélagsins Hornafjarðar, fulltrúar fjármálaráðuneytis og umhverfisráðuneytis, fulltrúi Sýslumanns á Suðurlandi, fulltrúar helstu hagsmunasamtaka í ferðaþjónustu auk annarra er málið varða.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert