Telur ekki ástæðu til að skoða málið

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis.
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis. Skjáskot af Alþingi.is

Embætti umboðsmanns Alþing­is hef­ur ekki talið ástæðu til þess að taka mál Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, vegna þeirra upp­lýs­inga sem fram koma um hann í svo­nefnd­um Pana­maskjöl­um til skoðunar að eig­in frum­kvæði eft­ir að hafa kynnt sér málið.

Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Tryggva Gunn­ars­son­ar, umboðsmanns Alþing­is, á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is í morg­un þar sem rætt var um af­l­ands­fé­lög og hæfi ráðherra. Tryggvi sagði hæfis­regl­ur stjórn­sýslu­laga aðeins eiga við þegar tekn­ar væru stjórn­valdsákv­arðanir sem snertu rétt­indi borg­ar­anna en ekki til að mynda setn­ingu reglu­gerða.

Tryggvi sagði vand­ann snú­ast um það að hvaða marki hæfis­regl­ur giltu um póli­tíska stefnu­mót­un. Til dæm­is varðandi laga­frum­vörp sem lögð væru fram á Alþingi. Ekki giltu nein­ar óskráðar hæfis­regl­ur um þing­menn hér á landi. Eina van­hæfis­regl­an í lög­um sner­ist um það þing­menn megi ekki greiða at­kvæði um fjár­út­lát til þeirra sjálfra. Hæfis­regl­um væri fyrst og fremst ætlað að vernda rétt­indi þeirra sem ákv­arðanir beind­ust að.

Tryggvi sagðist ekki geta séð að stjórn­völd, þar með tald­ir ráðherr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar, hefðu í tengsl­um við af­nám fjár­magns­hafta tekið ákv­arðanir um greiðslur til kröfu­hafa. Hins veg­ar sner­ist málið einnig um traust al­menn­ings og þá vaknaði sú spurn­ing hvort skoða þyrfti hvort skerpa þyrfti á regl­um og ganga lengra þegar kæmi að skrán­ingu hags­muna. Það væri hlut­verk Alþing­is og umboðsmanns þings­ins að skoða það.

Tryggvi sagði hins veg­ar halda því opnu að taka málið til frek­ari skoðunar ef nýj­ar upp­lýs­ing­ar kæmu fram eða óskað yrði eft­ir því sér­stak­lega af hálfu Alþing­is að það yrði gert.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert