Verktakar grunaðir um mansal

Meint stór­felld skatta­laga- og bók­halds­brot hjá nokkr­um verk­taka­fyr­ir­tækj­um sem embætti …
Meint stór­felld skatta­laga- og bók­halds­brot hjá nokkr­um verk­taka­fyr­ir­tækj­um sem embætti héraðssak­sókn­ara réðst til hús­leit­ar hjá á þriðju­dag­inn snú­ast um hundruð millj­óna. Myndin tengist fréttinni ekki beint. mbl.is/Rax

Lögreglan rannsakar nú hvort verktakar sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna stórfelldra auðgunarbrota hafi gerst sekir um mansal.

Fréttatíminn greinir frá þessu en í umfjöllun blaðsins kemur fram að lögreglumenn hafi verið slegnir þegar þeir sáu hvar sumir verkamennirnir frá Austur-Evrópu bjuggu. Sumsstaðar voru aðstæður nöturlegar, raflagnir í ólagi sem og hiti og salernisaðstaða.

Meint stór­felld skatta­laga- og bók­halds­brot hjá nokkr­um verk­taka­fyr­ir­tækj­um sem embætti héraðssak­sókn­ara réðst til hús­leit­ar hjá á þriðju­dag­inn snú­ast um hundruð millj­óna og teygja sig nokk­ur ár aft­ur í tím­ann. Þetta staðfest­i Ólaf­ur Hauks­son, héraðssak­sókn­ari, í sam­tali við mbl.is.

Alls voru í níu hand­tekn­ir á þriðju­dag­inn og tóku 40 manns frá fjór­um embætt­um þátt í aðgerðunum. Hús­leit­irn­ar voru gerðar á 11 stöðum á suðvest­ur­horn­inu.

Lagt var hald á bók­halds­gögn og reiðufé. Upp­haf aðgerðanna má rekja til rann­sókn­ar embætt­is Skatt­rann­sókn­ar­stjóra á ætluðum skatta­laga­brot­um fyr­ir­tækja í bygg­ing­ariðnaði.

Frétt mbl.is: Meint brot skipta hundruðum milljóna

Frétt mbl.is: Fimm hnepptir í gæsluvarðhald

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert