Þekkir ekki innihald kæranna

Alda Hrönn Jóhannsdóttir og Gunnar Scheving Thorsteinsson.
Alda Hrönn Jóhannsdóttir og Gunnar Scheving Thorsteinsson. Júlíus Sigurjónsson/Kristinn Ingvarsson

Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur ekki séð kærurnar sem tveir sakborningar í LÖKE-málinu svokallaða hafa lagt fram á hendur henni. Hún þekkir ekki innihald þeirra nema að því leyti sem komið hefur fram í fjölmiðlum og getur því ekki brugðist við þeim. 

Þetta segir Alda Hrönn í samtali við mbl.is.

Ríkisútvarpið greindi frá því í gærkvöldi að tveir sakborningar í málinu, fyrrverandi starfsmaður fjarskiptafyrirtækisins Nova og lögreglumaðurinn Gunnar Scheving Thorsteinsson, sem sætti ákæru í málinu, hefðu kært Öldu Hrönn til embættis héraðssaksóknara fyrir rangar sakargiftir og meint brot í starfi. RÚV hefur kærurnar undir höndum. 

Garðar Steinn Ólafsson, lögmaður mannanna tveggja, staðfesti þetta í samtali við mbl.is.

Frétt mbl.is: Hafa kært Öldu Hrönn

Í kæru mannanna er þess krafist að meint brot hennar, í tengslum við rannsókn LÖKE-málsins, verði rannsökuð, hún ákærð og dæmd til refsingar. Þá er þess krafist að Alda Hrönn verði svipt embætti sínu hjá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sömuleiðis lögmannsréttindum sínum.

Rík­is­sak­sókn­ari sagði í mars í fyrra að gögn máls­ins gæfu ekki til kynna að Alda Hrönn hefði rann­sakað málið án heim­ild­ar. 

Maður­inn sem starfaði hjá Nova, þegar málið kom upp, sak­ar Öldu Hrönn um brot á friðhelgi einka­lífs hans og ærumeiðandi aðdrótt­an­ir sem kostuðu hann starfið. 

Sagði vini sínum að hann hefði verið skallaður

Gunn­ar var sak­felld­ur í Hæsta­rétti Íslands fyr­ir að hafa greint vini sín­um frá því á Face­book að hann hafi verið skallaður af ung­um dreng við skyldu­störf.

Gunn­ari var ekki gerð refs­ing í mál­inu en hann þurfti að greiða áfrýj­un­ar­kostnaðinn sem voru rúm­ar 30 þúsund krón­ur.

Í dómi Hæsta­rétt­ar kom fram að Gunn­ar hafi verið sak­felld­ur fyr­ir að hafa sent tölvu­skeyti til til­greinds manns með nafni og lýs­ingu á 13 ára göml­um dreng sem Gunn­ar hafði haft af­skipti af í starfi sínu sem lög­reglumaður, auk upp­lýs­inga um ástæðu af­skipt­anna.

Í dóm­in­um kom fram að lög­reglu­menn eigi að bera þagn­ar­skyldu um þau at­vik sem þeim yrðu kunn í starfi sínu eða vegna starfs­ins og leynt ættu að fara vegna lög­mætra al­manna- eða einka­hags­muna.

Við ákvörðun refs­ing­ar var litið til þess að Gunn­ar hafði ekki áður hlotið refs­ingu, hann hefði aðeins greint ein­um manni frá upp­lýs­ing­un­um og brotið væri ekki stór­fellt, að því er kom fram í dóm­in­um.

Gunn­ar var sýknaður af ákær­unni í Héraðsdómi Reykja­vík­ur og tók aft­ur til starfa í kjöl­farið. Sak­sókn­ari áfrýjaði mál­inu til Hæsta­rétt­ar Íslands.

Gunn­ar hafði áður verið ákærður fyr­ir að upp­flett­ing­ar í innra kerfi lög­regl­unn­ar, LÖKE, frá ár­inu 2007 til 2013 en Rík­is­sak­sókn­ari féll frá þeirri ákæru í mars.   

Upp­haf­lega var Gunn­ar grunaður um að hafa flett upp kon­um í LÖKE og deilt upp­lýs­ing­um um þær á lokuðum Face­book-hóp með starfs­manni síma­fyr­ir­tæk­is í Reykja­vík og lög­manni. Þeir voru all­ir hand­tekn­ir vegna máls­ins. Fljót­lega var ákveðið að falla frá mál­inu á hend­ur tví­menn­ing­um en ákveðið að ákæra Gunn­ar í tveim­ur liðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert