Segir að börn eigi ekki að vera gangandi auglýsing

Börnin í Hörðuvallaskóla í Kópavogi urðu glöð þegar Kiwanismennirnir komu …
Börnin í Hörðuvallaskóla í Kópavogi urðu glöð þegar Kiwanismennirnir komu með reiðhjólahjálmana.

Kiwanismenn fá ekki að gefa börnum í 1. bekk í grunnskólum Reykjavíkur reiðhjólahjálma í skólunum. Hjálmarnir eru merktir Eimskip og því stangast þessi gjöf á við reglur borgarinnar um gjafir frá utanaðkomandi aðilum.

Börn í öðrum sveitarfélögum eru þegar farin að þiggja hjálmana að gjöf og voru þeir fyrstu afhentir í Kópavogi fyrr í þessari viku, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Sigrún Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg, bendir á að reglur borgarinnar um merktar gjafir til grunnskólabarna séu skýrar. „Börn eiga ekki að vera gangandi auglýsing,“ segir hún og bendir á að frjálst sé að dreifa slíkum gjöfum annars staðar en í skólum þegar skólastarfi lýkur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka