„Ég mun koma okkur upp úr þessu“

Sprungan virðist ekki svo hættulegt, fyrst á að líta.
Sprungan virðist ekki svo hættulegt, fyrst á að líta. Ljósmynd/Bjartur Týr Ólafsson

Síðastliðinn fimmtu­dag­ur var bjart­ur og fag­ur þegar fjalla­leiðsögumaður­inn Bjart­ur Týr Ólafs­son lagði af stað upp á Hvanna­dals­hnúk ásamt er­lend­um ferðamanni. Kjöraðstæður voru á hnúkn­um og stefn­an var tek­in á topp­inn.

Í rúm­lega 2.000 metra hæð kom Bjart­ur hins veg­ar að sprungu, sem er svo sem ekki óal­gengt, en sprung­an var lúmsk og Bjart grunaði ekki að þessi fal­legi dag­ur myndi taka ansi krappa beygju ör­fá­um augna­blik­um síðar þegar hann féll 20 metra niður í sprungu ásamt ferðamann­in­um. 

„Aðstæðurn­ar á hnúkn­um eru ofboðslega skrýtn­ar núna. Í þess­um vorferðum eru sprung­urn­ar lokaðar eða full­ar af snjó þannig að hætt­an við að detta í sprungu í apríl og maí er mjög lít­il, sam­an­borið við í júlí til dæm­is.

En þetta hef­ur verið óvenju­leg­ur vet­ur að ein­hverju leyti, hvort það sé hit­inn, snjó­magn eða ein­hverj­ar hreyf­ing­ar í jökl­in­um, þá eru sprung­urn­ar óvenju mikið opn­ar miðað við árs­tíma,“ seg­ir Bjart­ur sem hef­ur starfað sem leiðsögumaður hjá Íslensk­um fjalla­leiðsögu­mönn­um í rúm tvö ár. Áhug­ann á fjalla­mennsku má rekja tölu­vert lengra aft­ur þrátt fyr­ir ung­an ald­ur Bjarts sem er 23 ára Vest­manna­ey­ing­ur.  

„Vinnu­fé­lagi minn hafði farið tveim­ur dög­um áður og ég spurði hann út í aðstæður og hann sagði mér að sprung­urn­ar væri ansi stór­ar og ég var því með var­ann á þegar ég lagði af stað. Þegar við erum að ganga yfir sprung­ur leit­um við að snjó­brúm, þar sem sprung­an er lokuð og hægt er að ganga yfir snjó­inn. Ég var bú­inn að gera það hingað til og það gekk vel.“

Stefn­an var tek­in á topp­inn

Aðstæður voru með besta móti þenn­an fimmtu­dag því kalt var í veðri. „Það var skít­kalt þannig að snjór­inn var mjög harður og all­ar snjó­brýr sem við höfðum gengið yfir voru mjög traust­ar að sjá og manni leið ekki illa að ganga yfir þær. Það gaf mér ákveðið ör­yggi að við gæt­um náð á topp­inn þrátt fyr­ir að sprung­urn­ar væru til­tölu­lega opn­ar, því færið var gott.“

Þegar Bjart­ur og viðskipta­vin­ur fyr­ir­tæk­is­ins voru komn­ir í um 2.000 metra hæð og stutt eft­ir á topp­inn komu þeir að enn einni sprung­unni. „Ég kem að sprung­unni og stíg yfir hana og líður ekk­ert illa með það og held áfram, sný mér við og aðvara kúnn­ann og segi hon­um að taka stórt skref. Ég hélt lín­unni strekktri eins og maður á að gera og hann fer yfir og við það hryn­ur tals­vert magn af snjó, kannski 4-5 fer­metr­ar.

Þó svo að lín­an hafi verið strekkt var fallið það mikið og höggið sem kom í kjöl­farið togaði mig niður með hon­um. Ég reyndi eins og gat að stoppa mig með því að nota ákveðna tækni með ísöx­inni til að bremsa, en þetta var það mikið sem féll og höggið mikið að ég næ ekki að stoppa mig og kast­ast ofan í sprung­una með hon­um.“

Bjart­ur áætl­ar að þeir hafi hrapað um 20 metra ofan í sprung­una en þar lentu þeir á snjósyllu „Ótrú­legt en satt þá vor­um við báðir í lagi eft­ir fallið, það er ekk­ert að sjá á mér nema einn lít­ill mar­blett­ur á hönd­inni.“

Aðstæður á Hvannadalshnúki voru til fyrirmyndar þennan dag, og var …
Aðstæður á Hvanna­dals­hnúki voru til fyr­ir­mynd­ar þenn­an dag, og var Bjart­ur bjart­sýnn á að kom­ast á topp­inn. Ljós­mynd/​Bjart­ur Týr Ólafs­son

Féllu um 20 metra ofan í sprungu

Aðspurður um hvað hafi komið upp í huga hans þegar hann áttaði sig á hvað var að ger­ast seg­ir Bjart­ur að það sé erfitt að rifja það upp.

„Auðvitað varð maður hrædd­ur og brá við. Þetta var ein­hvern veg­inn ekki dag­ur sem maður var að bú­ast við svona, veðrið var full­komið og snjór­inn það harður að það voru varla spor eft­ir okk­ur. Ég veit ekki al­veg hvað ég hugsaði, þetta gerðist svo hratt, en allt í einu stoppuðum við.“

Sprung­an var dýpri en 20 metr­ar svo Bjart­ur seg­ir það óhuggu­legt að hugsa til þess hvernig hefði getað farið. „Það er svo sem mögu­leiki að við hefðum getað fallið miklu lengra þó það sé ekki gam­an að ræða það. Við lend­um þarna sam­an í snjó sem stífl­ast hafði í sprung­inni, sem hægt er að kalla snjósyllu.“

Bjart­ur og ferðamaður­inn lágu þétt sam­an á snjósyll­unni eft­ir fallið. „Hann lá við hliðina á mér og hafði þá til­finn­ingu að snjór­inn væri veik­ur und­ir sér og þorði því ekki að hreyfa sig. Ég tók af mér bak­pok­ann og sótti í hann ís­skrúfu sem ég skrúfaði inn í ís­inn og náði þannig að tryggja kúnn­ann.

Ég tryggi svo sjálf­an mig í sömu ís­skrúfu og hjálpa hon­um á fæt­ur. Ég leit svo upp og hugsaði með mér hvað við gæt­um gert. Ég segi hon­um strax að ég ætli að koma okk­ur upp úr þessu en það gæti tekið ein­hvern tíma og að hann yrði að vera ró­leg­ur. Ég sagði hon­um líka að það yrði kalt þarna niðri þannig ég gaf hon­um dúnúlp­una mína og sagði hon­um að halda áfram að nær­ast.“

Klif­ur­reynsl­an kom sér vel

Ofan í sprung­unni var hvorki síma- né tal­stöðvasam­band. Bjart­ur sá tvo mögu­leika í stöðunni: Annað hvort að bíða eft­ir því að tekið yrði eft­ir því að hann væri ekki bú­inn að láta vita af sér í tal­stöðinni eða að reyna að klifra upp sjálf­ur, ótryggður.  

„Ég er klifr­ari og nýti all­an minn frí­tíma í það að klifra, á sumr­in í klett­um og á vet­urna í ís­foss­um. Það hjálpaði til al­veg hell­ing, ein­hver sem er ekki með klif­ur­reynslu hefði lík­lega ekki getað klifrað þarna upp úr.“

Útbúnaður­inn sem Bjart­ur var með í göng­unni var hins veg­ar ekki sá hent­ug­ast fyr­ir ísklif­ur. „Í ísklifri er maður með tækni­leg­ar klif­urax­ir sem eru beitt­ar og bogn­ar og þægi­legt að halda á. Fyr­ir göngu eins og upp á Hvanna­dals­hnúk er maður bara með beina, létta, ísöxi sem er ekki með þægi­legu gripi og ekki hönnuð fyr­ir klif­ur. Við vor­um hvor með sína öxl­ina, mín var aðeins beitt­ari. Brodd­arn­ir sem við vor­um með eru ekki klif­ur­brodd­ar, held­ur göngu­brodd­ar og eru því ekki jafn beitt­ir og þung­ir og klif­ur­brodd­ar.“

Mokaði með öx­inni í gegn­um þykkt snjólag

Bjart­ur lagði hins veg­ar af stað upp ís­vegg­inn, en til að greiða sér leið þurfti hann að moka í gegn­um lóðrétt­an snjó­inn sem var ofan í sprung­unni til að kom­ast al­menni­lega að ísn­um.

„Klifrið var því frek­ar und­ar­legt vegna snjós­ins, þar sem ax­irn­ar grípa ekki í hann. Ég byrjaði því á að moka mig um metra inn í snjó­inn þar til ég fann ís­inn sem ég gat klifrað í. Tækn­in sem ég notaði var sú að ég kom beitt­ari öx­inni vel fyr­ir og nota svo sig­beltið mitt til að setj­ast í öx­ina, þá gat ég notað hina öx­ina til að moka snjón­um frá ísn­um.

Þá náði ég að lemja hinni öx­inni í þannig ég gat losað öx­ina sem ég var fast­ur í og kom henni fyr­ir aft­ur. Þetta end­ur­tók ég svo þar til ég komst upp úr sprung­inni. Þetta tók sjálfsagt djöf­ul­lega lang­an tíma en ég geri mér ekki al­veg grein fyr­ir því.“ Bjart­ur tel­ur þó að rúm­lega tveir klukku­tím­ar hafi liðið frá því að þeir féllu ofan í sprung­una og þar til þeir voru komn­ir upp úr henni aft­ur.

Þegar Bjart­ur var kom­inn upp úr sprung­unni bjó hann til eins kon­ar akk­eri úr ísn­um með öx­inni. Þannig náði hann að setja sterk­an spotta utan um ís­inn og tókst svo að draga mann­inn upp úr sprung­unni. „Við erum vel þjálfuð í sprungu­björg­un þannig þetta var í raun í fyrsta skipti þegar mér leið vel, ég var kom­inn inn í mitt „com­fort zone,“ far­inn að gera sprungu­björg­un sem er eitt­hvað sem við erum vön að gera á æf­ing­um og svo er maður alltaf eitt­hvað að hugsa og stúd­era.“

Ferðamaður­inn var að sjálf­sögðu ánægður þegar Bjarti tókst að toga hann upp úr sprung­unni. „En ég held að hann hafi ekki al­veg kveikt á per­unni hversu al­var­legt þetta hefði getað orðið. Hann panikkaði alla­vega aldrei og mér tókst að halda hon­um ró­leg­um strax frá byrj­un með því að segja að ég myndi bjarga okk­ur úr þessu.“

Ferðamaður­inn vildi ólm­ur halda áfram eft­ir sprunguæv­in­týrið. „Fyrsta sem hann spyr mig þegar hann kom upp úr sprung­unni var hvort við ætluðum að toppa. Við vor­um kannski svona kort­eri frá því að standa á toppn­um, en klukk­an var orðin allt of margt þannig ég sagði hon­um að við yrðum að snúa við.“

Ferðamaður­inn er ekki van­ur fjallamaður en Bjart­ur seg­ir að það hafi komið sér vel að hann hafi verið í góðu formi.

„Við náðum að halda góðum hraða all­an tím­ann. Á leiðinni niður rædd­um við þetta og ég sem leiðsögumaður þurfti auðvitað að passa að hann væri ekki hrædd­ur þannig ég reyndi bara að vera létt­ur og segja ein­hverja brand­ara. En ég sagði hon­um að sjálf­sögðu að þetta hefði ekki verið eðli­legt og við hefðum verið heppn­ir að ekki fór verr.“

Bjartur er björgunarsveitarmaður að upplagi og hefur starfað sem leiðsögumaður …
Bjart­ur er björg­un­ar­sveit­armaður að upp­lagi og hef­ur starfað sem leiðsögumaður hjá Íslensk­um fjalla­leiðsögu­mönn­um í rúm­lega tvö ár. Hér er hann við Tví­buragil, fyrr í vet­ur. Ljós­mynd/​Af Face­book

Hrósað af sam­starfs­fólki sínu

Þegar Bjart­ur var bú­inn að skila ferðamann­in­um til baka á hót­elið sitt seg­ir hann þó að þá hafi áfallið aðeins gert vart við sig. Bjart­ur sagði svo sam­starfs­fólki sínu frá æv­in­týr­um dags­ins og aðspurður um viðbrögðin frá þeim seg­ir Bjart­ur að hann hefði fyrst og fremst fengið hrós fyr­ir viðbrögð sín.

„Þau voru auðvitað sjokk­eruð líka og við höfðum sam­band við einn af reynd­ari leiðsögu­mönn­um okk­ar og við fór­um í sam­ein­ingu vel yfir at­b­urðinn. Í raun­inni var erfitt að finna eitt­hvað sér­stakt sem fór úr­skeiðis. Þetta hefði getað gerst fyr­ir hvern sem er.“

Bjart­ur þakk­ar þeirri góðu þjálf­un sem hann hef­ur fengið hjá Fé­lagi fjalla­leiðsögu­manna og Íslensk­um fjalla­leiðsögu­mönn­um að allt fór vel að lok­um. „Við fáum góða og mis­mun­andi þjálf­un sem hent­ar hverj­um aðstæðum fyr­ir sig. Þetta pró­gramm er virki­lega gott.“

Bjart­ur ætl­ar nú að taka sér ör­stutt frí frá fjalla­mennsk­unni en mun koma fersk­ur inn í sum­ar. „Þetta er vinna sem mér finnst ótrú­lega skemmti­leg og er í raun­inni áhuga­mál sem varð að vinnu og er al­gjör ástríða. Ég dreg risa­stór­an lær­dóm af þessu, mun meiri lær­dóm en að ganga 100 sinn­um þarna upp, en ég verð kom­inn á aft­ur á fjöll fljót­lega.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert