Magnús Ingi býður sig fram til forseta

Magnús Ingi Magnússon, veitingamaður.
Magnús Ingi Magnússon, veitingamaður.

Magnús Ingi Magnús­son, veit­ingamaður, hef­ur ákveðið að gefa kost á sér til embætt­is for­seta Íslands.

Magnús er fædd­ur árið 1960. Hann hef­ur rekið sitt eigið fyr­ir­tæki um ára­bil. Magnús er kvænt­ur Ana­lisu Montecello.

Í frétta­til­kynn­ingu kem­ur fram að Magnús er mat­reiðslu­meist­ari og veit­ingamaður. Hann gekk í Hót­el- og veit­inga­skól­ann, vann svo á milli­landa­skip­um og „tók svo kokk­inn á Hót­el Sögu,“ eins og hann sjálf­ur orðar það í til­kynn­ing­unni.

Eft­ir það vann hann á veit­inga­hús­um í Reykja­vík, sem skóla­bryti og kenn­ari að Laug­um í Þing­eyj­ar­sýslu og var þar kokk­ur á sumr­in. Magnús vann einnig um tíma á Royal Garden-hót­el­inu í Þránd­heimi í Nor­egi.

Árið 1988 stofnaði hann sinn eig­in veit­ing­a­rekst­ur og rak veit­inga­húsið Árberg í Ármúla, veit­inga­húsið Munaðarnes í Borg­ar­f­irði, Hót­el Eld­borg á Snæ­fellsnesi og mötu­neyti hjá rík­is­stofn­un­um.

Svo starfaði hann á skemmti­ferðaskip­inu Black Watch og rak veit­inga­húsið Sj­ang­hæ við Lauga­veg. Síðustu árin hef­ur Magnús rekið Sjáv­ar­bar­inn og Texas­borg­ara úti á Granda og veisluþjón­ust­una Mína menn sam­hliða því.

Síðustu ár hef­ur hann svo gert sjón­varpsþætt­ina Eld­hús meist­ar­anna sem sýnd­ir eru á ÍNN.

Magnús seg­ist ætla að fjár­magna fram­boð sitt sjálf­ur. Meðmæla­list­ar liggja frammi á Texas­borg­ur­um. „Ég býð öll­um sem skrifa und­ir Texas-ost­borg­ara með frönsk­um fyr­ir viðvikið,“ stend­ur í til­kynn­ing­unni.

Magnús Ingi Magnússon.
Magnús Ingi Magnús­son.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert