Fer fram í sjötta sinn

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á Bessastöðum í gær.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á Bessastöðum í gær. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, boðaði á blaðamanna­fundi í gær að hann hygðist sækj­ast aft­ur eft­ir end­ur­kjöri til embætt­is for­seta Íslands, en aðeins eru tæp­ir fjór­ir mánuðir síðan hann til­kynnti hið gagn­stæða í ára­móta­ávarpi sínu til þjóðar­inn­ar á ný­árs­dag.

„Í um­róti óvissu og mót­mæla og í kjöl­far nýliðinna at­b­urða hef­ur fjöldi fólks víða að úr þjóðfé­lag­inu á und­an­förn­um vik­um höfðað til skyldu minn­ar, reynslu og ábyrgðar og beðið mig að end­ur­skoða ákvörðun­ina, sem ég til­kynnti í ný­ársávarp­inu, hvatt til þess að ég gefi á ný kost á mér til embætt­is for­seta Íslands, standi áfram vakt­ina með fólk­inu í land­inu,“ sagði Ólaf­ur um ástæður að baki ákvörðun sinni í yf­ir­lýs­ingu í gær.

Viðbrögð þeirra for­setafram­bjóðenda sem hafa gefið kost á sér til embætt­is for­seta Íslands voru mis­mun­andi. Sum­ir efld­ust við tíðind­in en tveir fram­bjóðend­ur, þeir Vig­fús Bjarni Al­berts­son og Guðmund­ur Frank­lín Jóns­son, helt­ust úr lest­inni.

„Ann­ars veg­ar eru veru­leg­ar ósk­ir um að hann haldi áfram en svo eru marg­ir orðnir af­skap­lega þreytt­ir á hon­um,“ seg­ir Ólaf­ur Þ. Harðar­son stjórn­mála­fræðing­ur í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka