Hellur sem voru lagðar við Hverfisgötu fyrir stuttu eru farnar að brotna undan álagi vegna þess að rútur sem ferja ferðamenn fara þar uppá. Þetta má sjá við Hótel Skugga sem er við enda götunnar en hellurnar sem eru byrjaðar að brotna eru alls ekki gerðar til að þola mikil þyngsli.
Einungis eru nokkrir mánuðir síðan hellurnar voru lagðar og var það hluti af umfangsmiklum endurbótum sem hafa verið gerðar á Hverfisgötu á undanförnum árum. Ekki náðist í fulltrúa borgarinnar við vinnslu fréttarinnar.