Tregða við kosningar ógnar stöðugleika

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar.
Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, velti því upp á Alþingi í dag hvort tregða ríkisstjórnar Íslands til að fastsetja dagsetningu næstu þingkosninga sé merki þess að stjórnarflokkarnir, þ.e. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, hafi í hyggju að sitja út allt kjörtímabilið.

Ríkisstjórnin hefur boðað til kosningar í haust sem styttir þar með kjörtímabil hennar um eitt löggjafarþing. Er þetta gert til að koma til móts við þá stöðu sem nú er uppi í íslenskum stjórnmálum og ósk þeirra flokka sem mynda stjórnarandstöðu á þingi um „kosningar strax.“

Tillaga stjórnarandstöðu um „kosningar strax“ var nýverið felld í atkvæðagreiðslu á þingi. Hafa flokkar þessir gagnrýnt ríkisstjórnina sökum þess að ekki er enn búið að ákveða nákvæma dagsetningu boðaðra kosninga í haust.

Helgi Hjörvar segir þetta meðal annars benda til þess að ríkisstjórnin hafi alls ekkert í hyggju að stytta kjörtímabilið og sé þess í stað að reyna að lifa út allt kjörtímabilið.

Segir Helgi þessa tregðu ógna „festu, stöðugleika og vissu með landstjórn“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert