Dregur framboð sitt til baka

Heimir Örn Hólmarsson.
Heimir Örn Hólmarsson.

Heim­ir Örn Hólm­ars­son hef­ur dregið fram­boð sitt til embætt­is for­seta Íslands til baka. Í yf­ir­lýs­ingu frá Heimi kem­ur fram að sú ákvörðun hafi verið tek­in vegna fram­boðs sitj­andi for­seta, Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar. Heim­ir er þriðji fram­bjóðand­inn til að draga fram­boð sitt til baka eft­ir að til­kynnt var um fram­boð Ólafs. Hinir eru Guðmund­ur Frank­lín og Vig­fús Bjarni Al­berts­son. 

„Ég fór í þetta fram­boð með það að mark­miði að taka þátt í að breyta sam­fé­lag­inu sem við búum í til hins betra. Við búum í dag við að brotið er á mann­rétt­ind­um fólks, minni­hluta­hóp­ar eru út­skúfaðir og lýðræði ræður ekki ríkj­um,“ seg­ir í til­kynn­ingu Heim­is.

Seg­ir hann að með fram­boðinu hafi hann viljað leggja áhersl­ur á grunnstoðir sam­fé­lags­ins og nefn­ir hann þar bætt siðferði í ís­lenskri stjórn­sýslu, bættri geðheil­brigðisþjón­ustu, mann­rétt­ind­um ör­yrkja og gefa fólk­inu í land­inu rödd við laga­setn­ingu í okk­ar sam­fé­lagi,“í því sam­hengi.

„Ég vænti þess af fram­bjóðend­um að þau berj­ist áfram fyr­ir breyt­ing­um í sam­fé­lag­inu, að þau hvetji þjóðina til að taka skrefið fram á við og þau standi vörð um mann­rétt­indi. Það þarf að upp­ræta for­dóma og siðleysi. „Ég mun áfram stuðla að betra sam­fé­lagi og láta mig dreyma um að þessi mál­efni fái fram­gang í okk­ar sam­fé­lagi í framtíðinni,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Til­kynn­ingu Heim­is í heild sinni má sjá hér að neðan.

Í ljósi fram­boðs sitj­andi for­seta hef ég ákveðið að draga fram­boð mitt til baka.Ég fór í þetta fram­boð með það að mark­miði að taka þátt í að breyta samfélag­inu sem við búum í til hins betra. Við búum í dag við að brotið er á mannrétt­ind­um fólks, minni­hlutahópar eru útskúfaðir og lýðræði ræður ekki ríkjum. 

Með fram­boði mínu vildi ég leggja áhersl­ur á grunnstoðir samfélags okk­ar Íslend­inga. Má þar nefna bætt siðferði í íslenskri stjórnsýslu, tala fyr­ir bættri geðheil­brigðisþjónustu, vekja máls á mannrétt­ind­um öryrkja og aðgeng­ismálum þeirra og gefa fólk­inu í land­inu rödd við laga­setn­ingu í okk­ar samfélagi.

Ég vænti þess af fram­bjóðend­um að þau berj­ist áfram fyr­ir breyt­ing­um í samfélag­inu, að þau hvetji þjóðina til að taka skrefið fram á við og þau standi vörð um mannrétt­indi. Það þarf að uppræta fordóma og siðleysi.

Ég mun áfram stuðla að betra samfélagi og láta mig dreyma um að þessi málefni fái fram­gang í okk­ar samfélagi í framtíðinni.

Ég óska öllum fram­bjóðend­um góðs geng­is.

Að lok­um vil ég þakka öllum þeim sem hafa stutt mig í þess­ari veg­ferð. Stuðning­ur­inn sem éhef fundið fyr­ir er mér ómet­an­leg­ur.

Áfram Ísland.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert