Athugasemdir valdhafa yfir línuna

Magnús Geir, útvarpsstjóri.
Magnús Geir, útvarpsstjóri. mbl.is/Þórður

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, kallaði fjölmiðlafólk á fund í stjórnarráðinu til að ræða umfjöllun fjölmiðla um ríkisstjórn hans og Framsóknarflokkinn. Sigurjón M. Egilsson, útvarpsmaður og nú ritstjóri Hringbrautar, Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri og Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri 365, fóru á slíka fundi að því er fram kemur í Stundinni sem kom út í dag.

Í frétt Stundarinnar er m.a. haft eftir Magnúsi Geir Þórðarsyni, útvarpsstjóra, að hann hafi fengið ábendingar og athugasemdir frá valdhöfum. Þær hafi stundum farið yfir línu sem eðlileg geti talist og þá hafi hann gert athugasemdir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert