Bátur strandaði í höfninni á Sauðárkróki í gærkvöldi. Báturinn var að koma inn eftir veiði gærdagsins þegar hann fékk gat á skrokkinn fyrir neðan sjólínu með þeim afleiðingum að sjór flæddi inn í vélarúmið.
Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki sigldi skipstjórinn beint upp í fjöru innan hafnaminnisins til að bjarga bátnum og strandaði honum þar. Tóku að því loknu við aðgerðir til að ná bátinum á þurrt og segir lögregla engum hafa orðið meint af.
Rannsóknarnefnd sjóslysa mun taka við málinu er lögregla hefur afhent sína skýrslu.