Ísland er meðal þeirra þriggja aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) þar sem frjósemi hefur dregist mest saman frá árinu 2008, en hin tvö eru Danmörk og Eistland.
Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn á hverja konu til að viðhalda mannfjöldanum en árið 2013 lækkaði hlutfallið hér á landi í 1,93 og var það sama árið 2014. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.