„Smáflokkur með mikilmennskubrjálæði“

Vilhjálmur Bjarnason alþingismaður.
Vilhjálmur Bjarnason alþingismaður. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Það eru undarleg örlög sem þessari þjóð eru búin. Það er sama á hvern veg kosið er, alltaf fá menn Framsóknarflokkinn upp úr hattinum. Þessi flokkur telur að hann sé jafn stór eða stærri en Sjálfstæðisflokkurinn, sama hvernig kosningar fara,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Bendir hann á að málið eigi sér langa sögu samhliða þróun íslensks samfélags úr bændasamfélagi í sveitum í framleiðslu- og þjónustusamfélag í þéttbýli. Misvægi atkvæða á milli þéttbýlis og dreifbýlir hafi í gegnum tíðina komið sér vel fyrir Framsóknarflokkinn.

„Á þessari öld hefur Framsóknarflokkurinn rambað á barmi þess að verða smáflokkur. Með lýðskrumi og ranglátri kjördæmaskipan tókst flokknum þó að fá jafn mörg þingsæti og Sjálfstæðisflokkurinn, með 4.000 færri atkvæði!,“ segir Vilhjálmur og vísar til síðustu þingkosninga 2013. „Forseti lýðveldisins taldi að Framsóknarflokkurinn væri sigurvegari kosninga 2013. Því skyldi formaður flokksins hafa forystu um stjórnarmyndun! Alveg nýr mælikvarði! Enn á ný lét Sjálfstæðisflokkur það yfir sig ganga að lyfta formanni Framsóknarflokksins í stól forsætisráðherra.“

Þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi látið af embætti forsætisráðherra hafi hann tilnefnt eftirmann sinn. „Og enn lét Sjálfstæðisflokkurinn það fyrir sig ganga, jafnvel þótt hin nýútnefndi forsætisráðherra hefði látið hafa sig hafa það níðingsverk að greiða atkvæði með því að draga fyrrverandi forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins fyrir Landsdóm. Nú er mál að linni. Það er ekki eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn lyfti forystu Framsóknarflokksins til æðstu metorða, flokki sem er smáflokkur með mikilmennskubrjálæði.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert