Frá efnahagshruninu 2008 hafa hjónin Ingibörg Stefanía Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson komið að rekstri fjölda félaga í mörgum löndum sem lítið hefur farið fyrir.
Mörg þessara félaga eru skráð í Lundúnum, nánar tiltekið í byggingunni Guru House. Þaðan hafa þau og samstarfsmenn þeirra stýrt umsvifunum í gegnum eignarhald á Guru Invest S.A., félagi í Panama, sem á fjárfestingarfélagið Guru Capital Limited í Lundúnum.
Sumarið 2012 var Ingibjörg Stefanía sögð eigandi félagsins Moon Capital í Lúxemborg. Um líkt leyti kom hún í stjórn félagsins Rhapsody Investments (Europe) að því er segir í Morgunblaðinu í dag þar sem finna má ítarlega umfjöllun um málið.
Síðar um sumarið 2012 varð Guru Invest hluthafi í félaginu.
Tvö félög, annað á Guernsey, virðast tengd Rhapsody Investments (Europe), sem er eigandi verslunar Sports Direct á Íslandi.
Meðal félaga sem Guru Capital hefur fjárfest í er alþjóðlega húsgagnakeðjan Norr11. Hafa þau Jón Ásgeir og Ingibjörg Stefanía horft til möguleika vefverslunar, meðal annars í tískuvarningi.