Stofnuðu keðju félaga

Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson
Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir og viðskiptafélagar hennar hafa á undanförnum árum komið að rekstri fjölda félaga í Lundúnum.

Þessi rekstur kemur til viðbótar umsvifum Ingibjargar Stefaníu og félaga sem henni tengjast í Reykjavík, Lúxemborg, Kaupmannahöfn og í hinum ýmsu borgum í Evrópu.

Ingibjörg Stefanía er sögð eigandi félagsins Guru Invest, sem aftur á fjárfestingarfélagið Guru Capital. Samkvæmt bresku fyrirtækjaskránni er Guru Capital stór hluthafi í félaginu Muddy Boots Real Foods, sem selur m.a. kjötvörur til 140 stórmarkaða Waitrose í Bretlandi.

Ingibjörg Stefanía og maður hennar, Jón Ásgeir Jóhannesson, hafa unnið með fyrrverandi samstarfsmönnum hjá Baugi við uppbyggingu félaganetsins.

Meðal félaga sem tengdir aðilar koma að er Premier Chocolate Limited. Samkvæmt vefsíðu félagsins rekur það afkastamikla súkkulaðiverksmiðju í Bretlandi. Þá hafa félög í félaganetinu m.a. komið að fjölmiðlarekstri, markaðssetningu hjólbarða og tískuvarningi.

Viðskiptafélagarnir Jón Skaftason og Helgi Már Gíslason hafa setið í stjórn margra þessara félaga. Ingibjörg Stefanía virðist hins vegar hafa látið nægja að tengjast ýmsum félaganna í gegnum eignarhald. Markmið margra félaganna virðist á huldu.

Opna verslun í dag
» Fram kemur á vefsíðu Muddy Boots Real Foods að félagið muni opna nýja kjötverslun í Lundúnum í dag.
» Félagið áformar að vera með keðju kjötbúða í borginni, ásamt því að bjóða upp á heimsendingarþjónustu.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka